1967-1971
Fyrsta útgefna leikjatölvan var fyrirferðamikill brúnn rétthyrningur búinn til úr viði með tveimur fjarstýringum. Nafnið var beintengt útlitinu, Brown Box.
Ralph H. Baer fann upp Brown Box og er líka þekktur sem maðurinn sem fann upp tölvuleiki. Hann bjó til leikjatölvuna sína þannig það var hægt að tengja hana við flest sjónvörp á þeim tíma. Það voru bara 6 einfaldir leikir fyrir leikjatölvuna sem voru
ping-pong, tennis, handbolti, blakbolti, eltingaleikir og léttir byssu-leikir
1972-1974
Sýningin á ,,Brown Box” leiddi til þess að leyfi var gefið út á tæknina hjá Magnavox árið 1972. í kjölfarið var fyrsta opinbera útgafan gerð, heima leikjatölvan - Magnavox Odyssey.
Rétt eins og fyrstu kikmyndirnar sem höfðu ekki hljóð hafði leikjatölvan heldur ekki hljóð, með gæðum sem við mundum telja frumstæð miðað við gæðin á leikjum núna.
1975 – 1977
PONG sem var gerð af Atari varð svo vinsæl árið 1973 að Atari ákvað að setja hana á markaðinn tveimur árum, s.s. árið 1975 sem heima leikjatölvu.
Á sama árinu ákvað Magnavox að bæta Odyssey kerfið sitt og gaf út tvær endurbættar útgáfur af upprunalegu tölvunni, Magnavox Odyssey 100 og 200.
Það kemur ekki á óvart að Atari kom upp með nýjar leikjatölvur eins hina vel teknu Atari 2600, Video Pinball og Stunt Cycles til að keppa á móti Magnavox.
Ný fyrirtæki eins og Fairchild, RCA og Coleca hoppuðu líka á vagninn og gerðu sínar eigin leikjatölvur. The Wonder Wizard sem var gerð af General Home Products var sögð vera næstum því eins og Odyssey 300, en þær voru með betri og stærri fjarstýringar.
1978 – 1980
Nintendo varð stór hlekkur í tölvuleikja bransanum næstu þrjá áratugina. Fyrstu leikjatölvurnar frá þeim komu milli áranna 1977 til 1979.
Color TV leikjatölvan var bara til sölu í Japan. Þessar leikjatölvur voru mjög líkar Atari og voru með leiki líkt og Pong.
1981 - 1985
Þetta tímabil var oft kallað gullna öldin fyrir tölvuleik. Þegar hér er komið til sögu er tæknin mun betri en fyrr. Árið 1980 var nýr kafli í nýsköpun tölvuleikja. Þá hóf tölvuiðnaðurinn að prufa nýjar tegundir af leikjum eins og ævintýri, bardaga og RPG leiki. Það var líka sá tími þar sem við fengum að sjá marga sígilda leiki, eins og Pac-man, Mario Bros, The Legend of Zelda, Final Fantasy, Golden Axe, o.s.frv. Á þessum tíma var einnig mikil breyting á leikjatölvum með innbyggðum leikjum yfir í kort.
Sega og Nintendo voru stærstu tölvuleikja fyrirtækin á níunda áratungnum. Fyrsta leikjatölvan sem Sega gaf út var kölluð SG-1000 og kom út árið 1983. Þessi tölva varð ekki vinsæl fyrst, þar sem hún var einungis gefin út í Asíu. Seinna gaf fyrirtækið út tölvu undir öðru nafni í Norður-Ameríku sem kallaðist Sega Master System. Þrátt fyrir þetta var Nintendo Enterteinment System (NES) afhjúpuð 1983 og varð mest selda leikjatölvan á þessum tíma.
Fyrirtæki sem unnu með leikjatölvur eins og Atari, Mattel og Coleco gáfu út nýja leikjatölvur, Atari 5200, Intelvision II og ColecoVision. Þetta voru fyrirtækin sem réðu leikjatölvu markaðinum.
1986 – 1990
Barráttan milli Sega og Nintendo var enn í fullum gangi, þeir báðir gáfu út tölvu til að vera betri en hver annað. Sega kom upp með leikjatölvu sem var sú besta sem þeir höfðu gefið út, sem hét Mega Drive/Genesis, þetta var árið 1988. Til að komast aftur á toppinn gaf Nintendo út Super Nintendo Enterteinment System (SNES) tveim árum seinna. Sega gaf síðan út tölvuna Mega Master System II á sama árinu eftir að hafa fengið mörg hrós frá fyrstu Master System tölvunni.
Atari var hægt og rólega að hætta í tölvuleikja bransanum jafnvel þó að þeir væru nýbúnir að gefa út Atari 7800. Sú tölva leyfði fólki að nota gamla leiki sem var í Atari 2600 og spila þá í Atari 7800. Hugmyndin um að spila gamla leiki á nýrri leikjatölvu var eitthvað sem fólk hafði alltaf viljað og var nú loksins orðin að veruleika. Nýja tölvan TurboGrafx-16 sem gefin var út af NEC reyndi að toppa bæði Sega Genesis, SNES og NES en var að lokum ekki jafn vinsæl og þær. Hún varð í fjórða sæti á tölvuleikjamarkaðnum á þessu tímabili. Endurbætta útgáfa, SuperGrafx (1989), var heldur ekki vinsæl.
1991 – 1993
Fyrstu árin 1990 varð athyglisverð breyting á miðlinum sem notaður var til að geyma leiki frá leikjahylkjum yfir á diska. Þetta þýddi aukna afkastagetu fyrir tölvuleiki, sem gerði þeim kleift að láta leiki fara úr 2D grafík yfir í 3D. Fyrsta leikjatölvan sem var með diska var gerð af Philips (1991) - CD-i. Samt sem áður var sú tölva talin vera ein af misheppnuðu tölvunum.
Árið 1992 var NEC TurboGrafx-16 uppfærð í TurboGrafx-CD til að uppfylla kröfur geisladiskatölva. En aftur náði hún ekki að toppa Sega Genesis / MegaDrive sem var nýbúin að uppfæra sig í Sega CD, og gat nú notað geisladiska. Atari sýndi síðustu leikjatölvu sína með Atari Jaguar, sem notaði geisladiska. Sú tölva átti að keppa á móti hinum 16-bit leikjatölvunum eins og Sega Genesis og SNES. En þrátt fyrir endurbæturnar tapaði Atari á móti Sega Saturn og Sony Playstation ári síðar.
1994 – 1997
Árið 1994 ákvað Sony loksins að afhjúpa Playstation. Sega ákvað að gera það sama með nýju tölvunni þeirra sem var endurbætt Mega Drive/Genesis og átti hún að heita Genesis 2 (1994) og Genesis 3 (1997). Þeir ákváðu einnig að framleiða nýja tölvu sem hét Sega Saturn. Nintendo aftur á móti ákvað ekki að nota geisladiska í nýju tölvunni sinni og ákvað frekar að nota aftur leikjahylki fyrir nýja Nintendo 64 tölvuna.
Á þessum tíma voru líka margar aðrar leikjatölvur sem flest okkar hefðu ekki heyrt um. Bandai, Casio og jafnvel Apple komu með sínar eigin leikjatölvur. The Virtual Boy eftir Nintendo, sem kom út árið 1995, samanstóð af einskonar sjónauka/skjá til að skoða 3D grafík sem var forveri sýndarveruleika-gleraugna.
1998 – 2004
Sega Saturn varð ekki vinsæl leikjatölva, svo Sega hugsaði um aðra nýja leikjatölvu fyrir næstu kynslóð - Sega Dreamcast (1998). Fyrirtækið bauð upp á internet til að geta spilað leiki með öðru fólki. Tveimur árum síðar hélt Sony áfram með næstu Playstation, Playstation 2. Árið 2001 ákvað Nintendo að þeir vildu ekki lengur nota leikjahylki og ákváðu frekar að nota geisladiska í nýju leikjatölvuna þeirra sem myndi heita GameCube. Það sama ár sáum við Microsoft koma inn í leikjatölvuiðnaðinn árið 2001 með Xbox, þar sem einnig var netspilun sem hét Xbox Live.
Nú eftir vel heppnaða áratugi vildu fyrirtæki ekki gera fleiri tilraunir þar sem ein misheppnuð leikjatölva gæti gert fyrirtækið gjaldþrota.
2005 – 2011
Loksins, núverandi kynslóð leikjatölvanna hefur bara pláss fyrir 3 mikilvæga keppendur:
Xbox 360, Sony Playstation 3 og Nintendo Wii. Með fullri 1080p HD gæðum fyrir bæði Xbox 360 og Playstation 3, og nýju aldrei séð áður fjarstýringunum hjá Wii sem gat skynjað 3D hreyfingar, það leit út fyrir að tölvuleikir hafa komist langa leið frá byrjuninni. Til viðbótar við þetta höfðu allar þrjár leikjatölvurnar stækkað með aukahlutum eins og MotionPlus fyrir Wii (2009), Kinect (2010) fyrir Xbox 360 og Move (2010) fyrir Playstation 3. Þessir þrír aukahlutir höfðu áhrif í tölvuleikjum til að skynja betur líkamlega hreyfingu, meira nákvæmni sem gerði upplifunina fyrir fólk betri.
Meirihluti fyrirtækjanna var horfin af markaðnum eða ekki jafn vinsæl og þau voru áður, t.d. Atari, Coleco, NEC, Sega o.s.frv. Enn voru tvö fyriræki sem höfðu þor til að keppa á móti hinum þrem stórum fyrirtækjunum. Mattel var aftur kominn á markaðinn með sína Hyperscan leikjatölvu eftir að hafa horfið í þrjá áratugi.
Leikjatölvan var auglýst fyrir unga stráka frá aldrinum 5 til 9 ára, leikjatölvan var einungis í eitt ár á markaðinum.
PC World Magazine gaf þessari leikjatölvu titilinn að vera sjöunda versta leikjatölva allra tíma.