top of page

Fyrsta kynslóðin 1967-1976

Mikið af fólki telur að Atari sé ein af fyrstu leikjatölvunum, en staðreyndin er sú að  Brown Box var fyrsta leikjatölvan og kom út 1967, aðeins var hægt að spila 6 leiki í henni. Brown Box leikjatalvan var í raun og veru brautryðjandi í heimi leikjatölva, hún var vél sem var tengd við sjónvarp heima hjá fólki og það hvernig þessi tölva vann var það sem koma skildi í þessum geira þar sem það að eiga tölvu var orðið eitthvað sem þótti vera flott og var þetta á sinn hátt eins og þegar sjónvarpið kom til sögunnar. 

Magnovox Odyssey tölvan kom svo út árið 1972 en hún var gædd fleiri eiginleikum en Brown Box. Þegar Magnovox Odyssey kom út árið 1972 vantaði í hana nokkra eiginleika sem allar tölvur nú til dags eru með, t.d. liti og hljóð. Í raun gat hún bara sýnt þrjá punkta og lóðrétta línu. Það var mismunandi eftir leikjum hvað punktarnir og línan gerðu, t.d. í tennis þá var línan það sem skipti vellinum, tveir punktarnir voru sitthvor leikmaðurinn og einn punkturinn boltinn. 

Fjarstýringarnar voru með endurræsingar takka og voru með þrjá hnappa, einn af hnöppunum var notaður til að hreyfa línuna og hinir tveir hnapparnir voru notaðir til að hreyfa tvær af doppunum.


 

Pong tölvan (1975)

Árið 1972 var maður að nafninu Nolan Busnell upptekinn við að vinna með “pinball” vélar, hann var líka að vinna við að reyna koma af stað sínu eigin tölvuleikjafyrirtæki.

Innblásinn af þessari tölvutæku sköpunargáfu, Bushnell, höfundurinn af Atari, byrjaði að vinna á myntstýrða spilakassanum “Pong”.

Spilakassinn var svo frægur að Atari fyrirtækið ákvað að búa til heimaleikjatölvu af “Pong” árið 1975, hún var kölluð “Home Pong”.


 

“Pong” var borðtennisleikur, innblásinn og byggður eftir tennis leiknum frá Magnovox. 

Þegar honum var vikið til uppgjörs við Baer vegna málsóknar sem sagði að Bushnell hafi “stolið” hugmyndinni frá Magnovox, Bushnell vitnaði til þess að hann hafði einmitt skoðað og spilað leikina, bara það að þeir voru “ekki það góðir í gæðum”.

Magnavox-Odyssey-Console-Set.png
bottom of page