Þriðja kynslóðin: 1983-1987
Nintendo var vandlega búið að nýta síðustu tíu til tólf árin í að endurskapa sig í tölvuleikja og spilakassa heiminum. Núna, var það loksins tilbúið að setja nýjan staðal með “NES” eða Nintendo Entertainment System.
Milljónir af aðdáendum um allan heim muna eftir fyrstu NES tölvunni sinni mjög vel vegna þess að þetta var sennilega stundin sem þeir föttuðu að þeim langaði að vera leikja hönnuðir.
Vinsældir og stærðargeta nýju leikjatölvunnar hjá Nintendo var nauðsynleg vegna þess að það leyfði vörumerkinu að fara “höfuð til höfuðs” með SEGA Master System, sem kom út seint árið 1986.
Nintendo Entertainment System (NES)
Leikjanördum um allan heim er óhætt að segja hugtakið “button mashing” hafi verið fullkomnað af klukkutímum sem eitt var í að spila til dæmis Mega Man 2, Super Mario Bros og Legend of Zelda, sá síðast nefndi heldur áfram að leiða vinsældir Nintendo fram til dagsins í dag.
NES ruddi veginn fyrir fjölda af eiginleikum sem nú eru staðlaðir á leikjatölvum, en það breytti líka spilamennskunni sjálfri, hún gerði leiki sem voru sagnkenndir, settu spilarann í hlutverk persónunnar sem stjórnað var á skjánum, frekar en að einhver utanaðkomandi einstaklingur einfaldlega “spili” leik.
Tilfinningalega keyrslan af þessari tegund af upplifun tók allan iðnað tölvuleikjanna á næsta stig.
Á þessum tímapunkti í leikjatölvu bransanum, voru framleiðendurnir djarfir við að prufa nýja hluti, þeim langaði að sjá hvernig spilararnir myndu taka við þessu. Það var þarna þar sem NES var almennilega komið af stað og það myndi myndast vaxandi undirmenning í kringum spilamennsku.
SEGA Master System (1986)
Eins langt og 8-bit tímabilið gengur, var eini keppinautur NES tölvunnar, SEGA Master System, það er að segja áður enn að SEGA Genesis kom.
Frá upphafi tölvunnar gekk hún undir nokkrum nöfnum áður en að hún fékk nafnið SEGA Master System.
Þegar framleiðslu á henni var hætt árið 1992 var aðeins búið að seljast 1.5 milljón til 2 milljón eintök af henni, en leikir tölvunnar voru ómetanlegir. Það sem henni skorti í sölu á leikjatölvum, bætti hún upp með leikjavalkostum.
Þessi leikjatölva átti í raun að vera eins og spilakassi nema bara heima hjá manni, þetta gerði manni kleyft að spila leiki sem voru í spilakössum, nema bara heima hjá sér, og í aðeins betri gæðum.