Sjötta kynslóðin: 2000-2003
Sviðið er sett með nýjum leikmönnum, og þeir eru langt frá þeim vörumerkjum sem við byrjuðum með. Við munum varla eftir Atari og Intellvision. Í sjöttu kynslóð leikjatölvanna snýst allt um Sony v.s. Microsoft, með Nintendo ennþá að skrifa sögu sína. Þeir gáfu út hina frægu “GameCube” sem hélt viðveru sinni í gegnum GameBoy og GameBoy Advance (leikjatölvur sem maður hélt á í höndunum sínum).
Það var ótrúlega mikið um hraða framleiðslu á þessum tíma, en Nintendo gekk seint í leikinn vegna þess að PS2 og Xbox einblíndu á ákveðin markmið frekar en getu eða leikjaframleiðslu.
Sony PlayStation 2 (2000)
PlayStation 2 tölvan seldist í yfir 70 milljón eintökum á fyrsta árinu, en það er ekkert miðað við hvað hún átti eftir að seljast í heildina.
Það kom ekkert á óvart að hún varð best selda leikjatölva heimsins og í sögu leikjatölva. Yfir 150 milljón eintök seldust í heildina, og þessi árangur kom allur niður á vel skipulagða blöndu af vel hönnuðum of öflugum spilabúnaði, á vel ásættanlegu verði og með frábæra leiki.
Xbox (2001)
Á sama tíma var útgáfa Microsoft á Xbox að hrista upp í markaðnum fyrir Sony PS2. Þeir eydd ekki miklum tíma eða pening í markaðssetningu. Hún kom út frekar fljótt en varð mjög fljótt tölva sem allir “þurftu” að eiga.
Það sem var áhugavert var það að þegar Xbox 360 kom út áttuðu spilararnir sig á því að báðar tölvurnar (bæði Xbox og PlayStation) voru nánast jafn góðar, sem sagt það var ekkert endilega ein tölva betri en hin.
Tölvan var með stýrikerfið Windows 2000 og það var líkt því sem spilarar voru vanir. Sérstaklega fyrir þá sem voru vanir því að spila á borðtölvum.